Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Kvíslarskóli verður til

09/08/21

Þann 1. ágúst sl. var Varmárskóla skipt í tvo skóla og er Kvíslarskóli nafnið á eldri deildinni á meðan Varmárskólanafnið fylgir yngri deildinni.

Efnt var til nafnasamkeppni fyrir skólann sem 7. - 10. bekkur tilheyrir. Fjöldi nafna bárust og skipuð var nafnanefnd til að vinna úr tillögum að nafni og leggja til við bæjarráð þá tillögu sem varð hlutskörpust. Í nafnanefndinni voru Bjarki Bjarnason, bæjarfulltrúi V-lista og Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi S-lista, sem fulltrúar bæjarstjórnar, Birgir D. Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri sem fulltrúi samfélagsins, Margrét Lára Höskuldsdóttir sem fulltrúi starfsmanna skólans og Ásta Kristbjörnsdóttir sem fulltrúi nemenda. Þórhildur Elvarsdóttir, skólastjóri Varmárskóla, var ritari nafnanefndarinnar.

Nafnanefndin setti sér starfsreglur og fundaðir tvisvar sinnum. Að lokum stóð eitt nafn eftir, Kvíslarskóli, en sjö tillögur bárust þar sem þetta nafn var lagt til og komu þær frá 7. GÁS og 10. KÁ í Varmárskóla, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Óðni Pétri Vigfússyni, Einari Jóhannessyni, Jóhönnu Magnúsdóttur og Krista Glan.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira