Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Fréttir af skólastarfi Kvíslarskóla í október og nóvember

11/11/21

Nemendur og starfsmenn Kvíslarskóla hafa komið sér saman um gildi skólans en þau eru:

  • Virðing
  • Ábyrgð
  • Þrautseigja

20. - 21. október voru Flipp flopp dagar þar sem tungumálakennarar stýrðu kennslunni. Halloween-draugaþema var lagt til grundvallar og endað var á sameiginlegu Halloween balli í Lágafellsskóla 21. október. Hver árgangur vann með mismunandi tengingar við þemað. 7. bekkur bjó til furðuverur og 8. bekkur vann með íslenskar þjóðsögur og goðafræði. Þemað hjá 9. bekk var erlendar hryllingspersónur og 10. bekkur samdi sínar eigin hryllingssögur. Allir árgangarnir hlustuðu svo á draugasögur og unnu verkefnin á íslensku, ensku og dönsku. Allir voru sammála um að vel hafi til tekist þessa daga og vinnan verið skemmtileg og lærdómsrík í senn.

4. nóvember fengum við Sylvíu Erlu Melsted til okkar með fyrirlestur fyrir nemendur um lesblindu og námsörðugleika. Hún talaði við nemendur í 8.-10. bekk á sal. Hún náði einstaklega vel til nemenda sem hlustuðu af áhuga um mikilvægi þess að gefast ekki upp og að allir geti fundið sýnar leiðir til þess að læra, líka þeir sem glíma við erfiðleika í lestri. Það var mikil ánægja með fyrirlesturinn meðal nemenda og starfsfólks Kvíslarskóla.

7. bekkur fékk rithöfundaheimsókn undir yfirskriftinni Skáld í skólum þann 5. nóvember. Rithöfundarnir Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sverrir Norland komu í heimsókn með fyrirlesturinn „Hvaðan koma allar þessar sögur“?

Á degi gegn einelti, 8. nóvember, dönsuðum við gegn einelti á sal. Þann dag voru einnig hengd upp friðarljós í allar kennslustofur sem lýsa fallega upp skammdegið og nemendur horfðu á stutt fræðslumyndbönd:

9. nóvember fékk 9. bekkur rithöfundaheimsókn. Þá komu rithöfundarnir Bragi Páll Sigurðarson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir með dagskrána „Að skrifa til að lifa“! og fjölluðu um dagbókaskrif en sú dagskrá fellur einnig undir Skáld í skólum.

Þessa dagana er verið að undirbúa næstu Flipp flopp daga sem verða 22. -23. nóvember. List- og verkgreinakennarar skipuleggja nú uppbrot þvert á námsgreinar.

 
Flipp flopp dagar
 
Dansað gegn einelti
 
 

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira