Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Skólapúlsinn - Niðurstöður fyrir febrúar 2022

11/04/22

Foreldrakönnun grunnskóla febrúar 2022 - fjöldi þátttakenda var 118 og fjöldi svarenda 76. Svarhlutfall var 64,4%

Við þökkum þeim foreldrum sem þátt tóku í könnuninni kærlega fyrir þátttökuna og falleg orð til skólans.

Nám og kennsla – Ánægja meðal foreldra með nám og kennslu í skólanum 4,9 (landið 5,4). Ánægja foreldra með stjórnun skólans 86,5 % (landið 91,5%). 84,3% (landið 86,4%) töldu námið hæfilega þungt. Foreldrar virðast ánægðir með agann í skólanum 81,2 % (landið 77,6). Í opnum svörum kemur fram að foreldrum þykir nám og kennsla hafa lagast síðastliðið skólaár. Við tökum niðurstöðurnar til okkar og leggjumst áfram á eitt við að vinna faglegt og metnaðarfullt starf.

Velferð nemenda - Ánægja foreldra með samskipti starfsfólks við nemendur 4,5 (landið 4,9). Ánægja foreldra með hve skólinn mætir þörfum nemenda 86,6% (landið 89,1). Líðan nemenda í skólanum að mati foreldra 90,1% (landið 92,1%). Líðan nemenda í kennslustundum að mati foreldra almennt 88,7% (landið 92,3%). Svo virðist sem foreldrar séu ánægðir með líðan nemenda í frímínútum 92,9% (landið 91,5%) og er munurinn marktækur miðað við aðra skóla sem þátt tóku í Skólapúlsi. Sömu sögu er að segja um umfang eineltis í skólanum 7,1 % (landið 9,6 %). Þetta er afar ánægjuleg niðurstaða. Í ljósi þess er athyglisvert að foreldrar virðast hvorki ánægðir með eineltisáætlun skólans né úrvinnslu hans á eineltismálum.

Starfsfólk Kvíslarskóla lítur eineltismál alvarlegum augum og eineltisteymið tekur á þeim af fagmennsku og festu. Rétt er að taka fram að aðeins hafa tvær eineltistilkynningar hafa borist eineltisteymi skólans það sem af er þessu skólaári og eru þau að leysast farsællega. Það er því greinileg þörf á að kynna áætlunina betur og það hvernig skólinn tekur á slíkum málum. Verður það gert við fyrsta tækifæri. Rétt er að benda á að eineltisáætlunin er aðgengileg á heimasíðu skólans og tilkynningareyðublað vegna gruns um einelti einnig.

Aðstaða og þjónusta – Ánægja foreldra með aðstöðu í skólanum 5,2 (landið 5,7). Vonast er til að þessi þáttur komi betur út á næsta skólaári eftir framkvæmdir á neðri hæð skólans. Ánægja foreldra með máltíðir í mötuneyti 67,2% (landið 75,8%) og munum við taka það til skoðunar.

Foreldrasamstarf – Leitað eftir tillögu frá foreldrum og ábendingar teknar til greina 65,2% (landið 69,3%). Ánægja foreldra með síðasta foreldraviðtal 91,4% (landið 95,4%). Ánægja foreldra með heimsíðu skólans 47% (landið 81,1%). Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá 51,5% (landið 72,9%). Þessa þætti þarf að skoða betur og nálgast í samvinnu við foreldra. Þess er vert að geta að Mosfellsbær er að vinna að nýju viðmóti heimasíðu grunnskólanna í Mosfellsbæ. Kvíslarskóli er nýr skóli og mikil vinna hefur farið í að uppfæra áætlanir og annað sem birt er á heimasíðunni. Unnið verður áfram að uppfærslu gagna og vonast er til að ný heimasíða komist í gagnið næsta haust.

Heimastuðningur – Virkni foreldra í námi barna sinna 4,5% (landið 5%). Hæfileg heimavinna að mati foreldra 68,2% (landið 76,1%). Tími sem foreldrar aðstoða við heimanám 45,5% (landið 57,2%). Áhugavert er að skoða þetta betur og nálgast í samvinnu við foreldra. Væntingar foreldra um háskólanám 66,1% (landið 70,8%). Væntingar foreldra um iðnnám 28,8% (landið 17,4 %). Áhugavert og ánægjulegt er hve foreldrar í Kvíslarskóla hafa miklar væntingar um iðnnám miðað við aðra skóla sem taka þátt í Skólapúlsinum.

Í opnum svörum kemur meðal annars fram:

  • Skólinn og íþróttahúsið þarfnast viðhalds.
  • Nemendasalernin eru óboðleg
  • Eineltisáætlun mætti vera sýnilegri.
    Eins og fram kemur í samantektinni hér að framan verður bætt úr þessu fyrir haustið.
  • Kennarateymið frábært og starfsfólkið yndislegt.
  • Flipp Flopp dagar skemmtilegt uppbrot í kennslu.
  • Ánægja með að hefja skólann klukkan 8:30.

Umbótaáætlun mun birtast í starfsáætlun skólans fyrir næsta skólaár.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira