Það er alltaf mikið um að vera í Kvíslarskóla
17/05/23Krakkarnir stofna veitingahús/kaffihús, gera matseðla, hanna staðinn, búa til umsóknareyðublöð fyrir umsækjendur, heimasíður eða instagramsíður og auglýsingar. Það er gaman að sjá hvað flestir nemendur leggja á sig til að skila verkefnunum með sóma. Margir hafa lært á ný forrit svo sem arkitektar forrit og Canva fyrir bæklinga og auglýsingar. Nokkrir hópar mættu með veitingar fyrir kennarann. Virkilega skapandi og skemmtilegt verkefni.
Til baka