Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Skólabílar

Skólaakstur  skólaárið 2023 - 2024

Birt með fyrirvara um breytingar. Athugið að skólabílar keyra ekki eins og strætó þannig að tímasetningar geta færst til.

Morgunakstur Mosfellsdalur 

Athugið: BARA stoppað þar sem græn biðskýli eru. 

  • 08:10 frá Hraðarstaðir/Gljúfrastein 
  •  08:25 Kvíslarskóli (ath. stoppar á bílastæði Varmárskóla)

Nemendur sem búa í Reykjahverfi og Leirvogstungu í meira en 1,5 km fjarlægð frá Kvíslarskóla geta fengið strætómiða á skrifstofu skólans. Listi yfir þá nemendur er á skrifstofu skólans.

 

Heimakstur

Keyrt er heim kl. 13:35/13:50 og 14:20 og 16:00 í Mosfellsdal.

Nemendur og foreldrar eru beðnir um að kynna sér reglur um umgengni í skólabílnum.

Nemendur úr Reykjahverfi og Leirvogstunguhverfi geta fengið strætómiða á skrifstofu skólans.

 

Reglur fyrir nemendur og foreldra um skólabíla

  • Myndið einfalda röð við biðstöð skólabílsins, ekki of nálægt gangstéttarbrún
  • Bíðið þar til skólabíllinn hefur numið staðar
  •  Gangið í einfaldri röð inn í skólabílinn
  •  Þegar farið er úr skólabílnum á biðstöð má ekki fara yfir götu fyrr en bíllinn er farinn 
  •  Hlaupahjól og önnur hjól ekki   leyfileg 
  •  Nemendur skulu hlýða bílstjóra og gæslumanni 
  •  Gangið vel um skólabílinn 
  • Öll neysla á mat og drykk er óheimil 
  •  Hvers kyns hávaði, læti og stympingar eru bönnuð í bílnum 
  •  Standið ekki hjá bílstjóra eða ræðið við hann meðan á akstri stendur

Ef nemendur fara ekki eftir settum reglum eiga þeir á hættu að fá ekki að ferðast með bílnum.

Í skólabílum gilda sömu umgengis- og samskiptareglur og í skólanum.

Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar ef börn þeirra virða ekki settar reglur.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira