Kvíslarskóli
 • Virðing - 
 • Þrautseigja - 
 • Ábyrgð

Skólaráð Kvíslarskóla 2021-2022

 

 • Þórhildur Elfarsdóttir, skólastjóri
 • Svava Sigurjónsdóttir, kennari
 • Úlfhildur Guðbjartsdóttir, kennari
 • Melkorka Ólafsdóttir, stuðningsfulltrúi
 • Halla Katrín W. Ólafsdóttir, nemandi í 10. HH
 • Baldur Þorkelsson, nemandi í 9. KH
 • Guðrún Helgadóttir, grenndarfulltrúi
 • Dagný Kristinsdóttir, fulltrúi foreldra
 • Inga Lilja Lárusdóttir, fulltrúi foreldraStarfsáætlun

 

Fundarstaður: Zoom

Fundarefni:

 • Starfsáætlun skólaráðs
 • Fundartímar skólaráðs
 • Grenndarfulltrúi kosinn
 • Önnur mál

Fundargerð

Mættir: Þórhildur Elfarsdóttir (skólastjóri), Svava Sigurjónsdóttir (fulltrúi kennara), Úlfhildur Guðbjartsdóttir (fulltrúi kennara), Melkorka Ólafsdóttir (fulltrúi starfsmanna), Halla Katrín W. Ólafsdóttir (fulltrúi nemenda), Baldur Þorkelsson (fulltrúi nemenda), Guðrún Helgadóttir (fulltrúi grenndarsamfélagsins), Dagný Kristinsdóttir (fulltrúi foreldra) og Inga Lilja Lárusdóttir (fulltrúi foreldra).

Fyrsta mál. 
Rætt um starfsáætlun Kvíslarskóla, fjölda funda, dagskrá og tímasetningar. Starfsáætlun sett niður og samþykkt, sjá starfsáætlun í viðhengi.

Annað mál.
Ákveðið að hafa fundurtíma á fimmtudögum kl. 8:30.

Þriðja mál.
Ákveðið að biðja Guðrúnu Helgadóttur forstöðumann Ungmennastarfs Mosfellsbæjar að taka að sér að verða grenndarfulltrúi í skólaráði Kvíslarskóla.

Fjórða mál.
Rætt um forvarnir og andlega heilsu nemenda. Ákveðið að fara af stað og finna fræðslu við hæfi. Fram kom að nemendur vilja fá Vinaliðaverkefnið í gang aftur og að leiktæki sem til eru séu nýtt.

Fundarstaður: Zoom

Fundarefni:

 • Starfsáætlun Kvíslarskóla
 • Skólapúlsinn
 • Upplýsingar frá nemendaráði
 • Önnur mál 

Fundargerð

Mættir: Þórhildur Elfarsdóttir (skólastjóri), Svava Sigurjónsdóttir (fulltrúi kennara), Úlfhildur Guðbjartsdóttir (fulltrúi kennara), Melkorka Ólafsdóttir (fulltrúi starfsmanna), Halla Katrín W. Ólafsdóttir (fulltrúi nemenda), Baldur Þorkelsson (fulltrúi nemenda), Guðrún Helgadóttir (fulltrúi grenndarsamfélagsins), Dagný Kristinsdóttir (fulltrúi foreldra) og Inga Lilja Lárusdóttir (fulltrúi foreldra). Gestur fundarins var Bergdís Heba Rúnarsdóttir.

Fyrsta mál.
Rætt um starfsáætlun Kvíslarskóla, farið yfir hvernig að henni er staðið og hvað er í henni að finna.

Annað mál.
Farið yfir skipulag Skólapúlsins.

Þriðja mál.
Formaður nemendaráðs Bergdís Heba Rúnarsdóttir fór yfir þau atriði sem nemendaráð hefur komið að á þessu hausti.

Fjórða mál.
Rætt um forvarnir, hvað væri í boði.

Fram kom fyrirspurn frá nemendum um hvernig skólalóðin skiptist milli Varmárskóla og Kvíslarskóla og hvort hægt væri að gera svæðið þar sem lausu stofurnar v/eldri deild voru skemmtilegra og jafnvel setja þar upp rólur eða leiksvæði.

Rætt um að skólasálfræðingur myndi koma og hitta nemendur á nýju ári með forvarnir í huga. Og eins að auglýsa á upplýsingasjónvarpi hvar og hvert nemendur geta leitað sér aðstoðar.

- Fundargerð ritaði Þórhildur Elfarsdóttir.

Mættir: Þórhildur Elfarsdóttir (skólastjóri), Ólafur (húsvörður), Svava Sigurjónsdóttir (fulltrúi kennara), Melkorka Ólafsdóttir (fulltrúi starfsmanna), Halla Katrín W. Ólafsdóttir (fulltrúi nemenda), Inga Lilja Lárusdóttir (fulltrúi foreldra), Guðrún Helgadóttir (Bólið), Bergdís (nemendafélagið) og Ásta (nemendafélagið).

 

Fyrsta mál.
Nemendaráðið átti orðið og fór yfir hvað búið er að gera í vetur og hvað þau eru að gera.

Helstu málefni voru:

 • Árshátíðin - gekk vel
 • Flipflop almennt - mjög sátt. Væru til í að hafa fjölbreyttari skil á verkefnum.
 • Nemendaráðs flipflop seinasta daginn fyrir páska
 • Ánægð með breytta tímasetningu í skólanum. Gott að byrja 8:30.
 • Ánægð með að sleppa 5 mín á milli tíma
 • Almenn ánægja með hafragrautinn á morgnana

 

Það sem þarf að skoða:

 • Rútan - troðningur á leiðinni heim í Leirvogstungu (14:10)
 • Hafa 7. bekk meira með í hinum ýmsu skemmtunum og böllum
 • Merkingar á skólanum - er í vinnslu
  - Húsið verður merkt á tveimur stöðum, þar sem merkingin er núna og svo þar sem maður kemur að húsinu.
 • Skólabragurinn - rætt hvernig hægt væri að bæta hann

 

Annað mál.
Óli húsvörður fór yfir hvaða viðhald sé framundan

 • Heimilisfræðistofan verður endurnýjuð
 • Salernin (fyrir nemendur) verða endurnýjuð. Nemendur óska eftir að dömubindi verði aðgengileg á salernunum.
 • Gólfdúkurinn niðri ónýtur. Rætt um hvað valdi.
 • Síðasta sumar fór regnvatnslögn á vesturhlið skólans sundur. Í framhaldi tók Efla út nokkrar stofur. Eftir áramótin var síðan farið aftur í úttekt á neðri hæð og er fyrirhuguð kynning á niðurstöðum framundan.

 

Þriðja mál.

Almenn umræða

 • Umgengni er orðin betri
 • Texti um hvert sé hægt að leita aðstoðar ef manni líður illa er kominn á skjáinn frammi
 • Geðlestin kom en það var dræm mæting hjá nemendum, en ánægja með kynninguna.
 • Samræmd próf hafa verið lögð niður
  - Nemendafélagið spurt hvað þeim þætti um getuskiptingu: Fínt í stærðfræði en ekki í íslensku (10. bekkur)

 

Fjórða mál.

 • Farið yfir Skólapúlsinn
  - Verður sett á heimasíðuna, ásamt úrbótaáætlun

 

- Fundargerð ritaði Svava Sigurjónsdóttir.

Fundarstaður: Fundarherbergi/Zoom

 • Almennt um öryggi, aðbúnað og almenn velferð nemenda
 • Viðhaldsmál (boða húsvörð á fundinn)
 • Skóladagatal (ef það er komið) 

Fundarstaður: Fundarherbergi/Zoom

Fundarefni:

 • Skólaárið, rekstur og undirbúningur næsta skólaárs
 • Önnur mál

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira