Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Foreldrafélag

Samkvæmt 9. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa foreldrafélag við grunnskóla. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. 

Markmið félagsins er að vera samstarfsvettvangur foreldra og starfsfólks í skólanum auk þess að styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félaginu er ætlað að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál ásamt því að stand vörð um réttindi nemendanna til aukins þroska og menntunar.

 

Stofnfundur foreldrafélags Kvíslarskóla var þriðjudaginn 21. september 2021.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Lög Foreldrafélags Kvíslarskóla kynnt og borin upp til samþykktar
4. Kosningar
5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
6. Önnur mál

Eftirtaldir voru kosnir í stjórn og hefur stjórnin fundað og skipt milli sín verkum.

  • Dagný Kristinsdóttir formaður
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, ritari og varaformaður
  • Katrín Björk Baldvinsdóttir gjaldkeri
  • Inga Lilja Lárusdóttir og Magano Katarina Shiimi meðstjórnendur

Netfang foreldrafélagsins: foreldrafelag-kvislarskola@mosmennt.is

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira